Fjallahjólanámskeið með Íslandsmeistaranum - Hádegishópur

Fjallahjólanámskeið með Íslandsmeistaranum - Hádegishópur
06 Jul
08 Jul
10 Jul
13 Jul

Tækninámskeið fyrir byrjendur og áhugamenn í fjallahjólreiðum. Áherslan er á grunnatriði sem allir þurfa að hafa klár áður en lengra er farið í skemmtilegann heim fjallahjólreiða, með öryggi og sjálfstraust sem helstu markmið.

Hópurinn fær nákvæmar útskýringar, leiðbeiningar og sýnikennslu í fjölmörgum atriðum sem koma við sögu í tækniæfingum fyrir fjallahjól.

Öll kennslan fer fram í léttu og skemmtilegu andrúmslofti með svigrúm til aukaatriða sem eru ekki á kennsluskrá, og alltaf stutt í gamanið!

Þjálfari: Ingvar Ómarsson. Margfaldur Íslandsmeistari og atvinnumaður í hjólreiðum

  • 4 útiæfingar með tæknikennslu allan tímann
  • Fullorðnir og unglingar (16+) sem eru með grunnþekkingu á hjólreiðum
  • Allar æfingar byrja kl 12:00 á höfuðborgarsvæðinu og taka uþb. 2 klst
  • Nauðsynlegur búnaður er fjallahjól í góðu ásigkomulagi, hjálmur og fatnaður eftir veðri

Hámarksfjöldi 10 manns.

Verð: 14.900 kr.-


Byrjendur

Fyrir alla sem hafa minna en eins árs reynslu, eða hafa dottið inn og út úr hjólreiðum og vilja góða upprifjun á grunnatriðum.

Áhugafólk

Allir sem eru lengra komnir, hafa eytt nokkrum árum í sportinu og langar að verða enn betri. Frábær leið til að stíga nokkur skref út fyrir þægindarammann.


Skráning

Námskeiðið er næstum fullt!