Þjónusta

Æfingaplan

3-mánaða tímabil í eingreiðslu

9.900 kr.

3 mánuðir af skipulögðum æfingum, byggt á settum markmiðum og áherslum í hjólreiðum, hvort sem um ævintýrahjólreiðar eða keppnishjólreiðar er að ræða.

 • Sérsniðið æfingaplan, gefið út frá upphafi til enda eftir fyrsta fund. Allar æfingar eru hannaðar samkvæmt kröfum og markmiðum settum á upphafsfundi.
 • Upphafsfundur í persónu eða í gegn um netsímtal. Æfinga og keppnissaga skoðuð og markmið sett samkvæmt ráðgjöf
 • Samskipti í gegn um tölvupóst
 

Ráðgjöf & greining

Mánaðarlegt

14.900 kr.

Greining og ráðgjöf byggt á núverandi æfingaskipulagi, gögnum úr aflmælum og hjólreiðaferli. Ég fer yfir allar þínar upplýsingar, mynda mér skoðun á hvers konar hjólari þú ert, hvaða veikleika má bæta og styrkleika má nýta betur. Skýr og auðskiljanleg útskýring á hvað þú gætir verið að gera betur fyrir það sem þú æfir fyrir, og hvað gæti verið að gleymast á æfingum.

 • Greining á 2 vikna fresti sem miðast við að aflmælir sé notaður á æfingum og í keppnum. Einfaldar skýrslur sendar frá þjálfara með úttekt á formi, árangri og þróun samkvæmt áætlun. Ráðgjöf varðandi notkun á aflmæli.
 • Upphafsfundur í persónu eða í gegn um netsímtal. Æfinga og keppnissaga skoðuð og markmið sett samkvæmt ráðgjöf
 • Samskipti í gegn um tölvupóst, Facebook eða símtal milli 18:00 og 20:00
 • Fundur á 6 mánaða fresti þar sem farið er yfir fyrra tímabil og næsta tímabil skipulagt ásamt markmiðasetningu
 • ​Nákvæm skýrsla á 3 mánaða fresti með greiningu á æfingum með aflmæli

Ath. að nauðynlegt er að nota aflmæli (power meter) til að geta nýtt þessa þjónustu

 

Allur pakkinn

Mánaðarlegt

19.900 kr.

Æfingaskipulag og greining á bætingum og framför í formi og árangri. Ráðgjöf varðandi bestu leiðir til að ná lengra í æfingum og til að nýta kosti þína, og bæta veikleika. Allar æfingar skipulagðar samkvæmt þínum þörfum, markmiðum og áherslum þínum. Sveigjanlegt skipulag sem þróast og breytist eftir utanaðkomandi aðstæðum. Reglulegar úttektir á hvernig gengur að æfa, og þróun skv áætlun.

 • Sérsniðið æfingaplan, uppfært á 2-4 vikna fresti. Allar æfingar eru hannaðar samkvæmt kröfum og markmiðum settum á upphafsfundi.
 • Greining á 2 vikna fresti sem miðast við að aflmælir sé notaður á æfingum og í keppnum. Einfaldar skýrslur sendar frá þjálfara með úttekt á formi, árangri og þróun samkvæmt áætlun. Ráðgjöf varðandi notkun á aflmæli.
 • Keppnisskipulag ákveðið í samráði við þjálfara, ásamt fundum eftir þörfum þar sem stakar keppnir eru ræddar með áherslu á taktík og almennan undirbúning.
 • Upphafsfundur í persónu eða í gegn um netsímtal. Æfinga og keppnissaga skoðuð og markmið sett samkvæmt ráðgjöf
 • Samskipti í gegn um tölvupóst, Facebook eða símtal milli 18:00 og 20:00
 • Fundur á 3 mánaða fresti þar sem farið er yfir fyrra tímabil og næsta tímabil skipulagt ásamt markmiðasetningu
 • Æfingaskýrsla á 1 mánaða fresti með greiningu á æfingum með aflmæli
 • Yfirferð á æfingum á 1-7 daga fresti
 • Möguleiki á breytingum á plani vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna, hvenær sem er
 • Ráðgjöf í skipulagi á keppnisdagatali eitt ár fram í tímann
 • ​Ótakmörkuð ráðgjöf og undirbúningur fyrir keppnir í götuhjólreiðum, fjallahjólreiðum og cyclocross, með möguleika á brautarskoðun og samtöl um taktík