Ég hef trú á því að persónuleg þjálfun sé besti valkosturinn fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem hafa skýr markmið. Í mínum huga er þjálfun, í hvaða formi sem er, best þegar þjálfari og íþróttamaður eru í persónulegum samskiptum. Þannig geta þeir þróað sínar aðferðir, skipulag á æfingum og markmið í samvinnu.


Hágæða þjálfun fyrir þá sem vilja meira

Það er fátt betra en að vinna með fólki sem ætlar sér að ná langt, komast í sitt besta form og halda áfram að bæta sig, á hvaða hátt sem er. Það sem ég býð upp á er hágæða þjálfun, fyrir fólk sem vill gera meira, og er tilbúið til að bæta við sig þekkingu á eigin æfingaferli og skipulagi í æfingum samhliða öðrum þáttum í lífinu.

Ég keppi mikið í hjólreiðum og hef prufað að vera með einkaþjálfara, æfa með hópum og nú nýlega að þjálfa sjálfan mig. Mér finnst ómetanlegt að hafa reynslu af bæði hlutverki íþróttamannsins, og þjálfarans, þegar koma upp tilvik þar sem mikilvægt er fyrir þjálfarann að leita í reynslu sína til að sjá hlutina með augum íþróttamanns.

Það besta sem ég hef lært af fólki í þjálfunarhlutverki, er byggt á þeirra eigin reynslu, og hvernig hægt er að miðla þeirri reynslu til annarra, til að flýta framför, koma í veg fyrir mistök, og auka líkur á að hámarks árangur náist. 

 

Meira um aðferðafræði


Ég býð upp á nokkra möguleika í þjálfun, sem henta fólki með mismunandi markmið

Persónuleg einkaþjálfun

Mánaðarlegt

Hér er allt sem ég hef upp á að bjóða. Ég skipulegg æfingar samkvæmt þínum þörfum, greini æfingar og keppnir og hjálpa til við að skipuleggja markmið og framtíðaráform. Þú færð aðstoð og góð ráð frá mér við að undirbúa þig fyrir stakar keppnir.

 

Meira

Persónuleg einkaþjálfun

6 mánaða binding

Full þjónusta á betra verði gegn bindingu yfir 6 mánaða tímabil. Kosturinn við bindingu er að þetta hjálpar okkur að skipuleggja lengra fram í tímann, og ná betri hugmynd um æfingatímabilið í heild sinni.

 

Meira

Persónuleg einkaþjálfun

12 mánaða binding

Full þjónusta á betra verði gegn bindingu yfir 12 mánaða tímabil. Kosturinn við bindingu er að þetta hjálpar okkur að skipuleggja lengra fram í tímann, og ná betri hugmynd um æfingatímabilið í heild sinni. Við þetta bætist keppnistímabilið, og gefur möguleika á að setja niður raunhæf markmið með góðum fyrirvara.

 

Meira


Ég notast við tækni og tölvur í minni þjálfun

Megnið af mínum æfingaaðferðum er byggt á eigin reynslu sem íþróttamaður. Frá því ég byrjaði í keppnishjólreiðum hef ég heillast af því hvernig tæknin getur orðið að góðum notum í æfingaskipulagi. 

TrainingPeaks er að mínu mati besti kosturinn í dag, þegar kemur að utanumhaldi á æfingum, skipulagi á framtíðar áformum, og að hafa yfirsýn með árangri og bætingu. Ég nota kerfið fyrir sjálfann mig sem íþróttamann, og fyrir alla sem ég þjálfa.

  • Einföld uppsetning með aðstoð þjálfara
  • Auðvelt að tengja við Garmin tæki og Strava
  • Æfingadagatal sem bæði þú og þjálfarinn þinn hafið aðgang að
  • Þægilegt viðmót sem gagnast til að sjá framför í æfingum

Spurningar? Hafðu samband

Ég er opinn fyrir öllum tillögum, spurningum, eða eftirspurnum. Ef þú hefur áhuga á minni þekkingu og reynslu, og ofangreint passar ekki við þínar þarfir, endilega heyrðu í mér og við ræðum hvað er hægt að gera.